Hver vill ekki vinna minna og á sama tíma framkvæma meira? Sjálfvirkni í hugbúnaðarþróun, er snertir verkefnastýringu getur sparað gríðarlegan tíma og komið í veg fyrir mannleg mistök ef sjálfstýringin er vel ígrunduð. Tilgangurinn er oftast nær að draga úr vægi færibandsins þ.e. tímafrekri, endurtekinni- og/eða venjubundinni vinnu. Semsagt að framkvæma meiri vinnu á styttri tíma eða, það sem ég legg fremur áherslu á, að gefa huganum rými og frið til að skipuleggja sig og hugsa. Þeir sem nýta þennan dýrmæta tíma eiga tækifæri sem svo fáir hafa þessa dagana, þ.e. að rýna í kerfið sem það er búið að skapa; ferli, reglur og venjur sem það viðhefst í og nýta tímann í virkja hugvitið, nýsköpun & hugmyndaauðgi.